1880

Norðanfari, 22. okt. 1880, 19. árg., 61.-62. tbl., forsíða:

Brúa-málið (Sjá “Þjóðólf”, 24. tbl. 11. sept. 1880). Herra ritstjóri! Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðugleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, einsog yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, einsog þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum. Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndu um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árnar þeirra vegna. Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allsstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað. 1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum. Rvík í ágúst 1880. Jón Bjarnason.


Norðanfari, 22. okt. 1880, 19. árg., 61.-62. tbl., forsíða:

Brúa-málið (Sjá “Þjóðólf”, 24. tbl. 11. sept. 1880). Herra ritstjóri! Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðugleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, einsog yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, einsog þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum. Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndu um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árnar þeirra vegna. Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allsstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað. 1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum. Rvík í ágúst 1880. Jón Bjarnason.